Heilsustofnun NLFÍ, starf, áherslur og nýjungar

Þriðjudaginn 1. febrúar kl. 16.30 flytur Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ erindi um starf stofnunarinnar, helstu áherslur og kynnir nýjungar í starfseminni. Náttúrulækningafélag Íslands hefur um árabil leitað leiða til að bæta húsakost Heilsustofnunar og skjóta styrkari stoðum undir rekstur hennar.  Bygging íbúða á landi Heilsustofnunar fyrir einstaklinga sem vilja njóta öryggis og þjónustu Heilsustofnunar er einstakt tækifæri fyrir þá sem setja góða heilsu og vellíðan í öndvegi og mun einnig efla starfsemi Heilsustofnunar (sbr. texta á lindarbrun.is).

Þórir Haraldsson er lögfræðingur frá Háskóla Íslands að mennt og hefur víðtæka þekkingu af heilbrigðisþjónustu og fyrirtækjarekstri. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu sem lögmaður og framkvæmdastjóri rekstrar.

Hann var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 1995 – 2001 og hefur einnig setið í ýmsum stjórnum og nefndum þar á meðal í stjórn Heilsustofnunar um árabil.

Vefstreymi

Staðsetning

Vefstreymi

Dagur

01.02.2022
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content