Lokaviðburður: Heimsókn á söguloftið í Landnámssetrinu

Lokaviðburður vetrarstarfsins hjá U3A Reykjavík verður heimsókn á söguloftið í Landnámssetrinu í Borgarnesi 30. maí nk. Þar er sýningin: Saga Bayeux refilsins í flutningi Reynis Tómasar Geirssonar. Við njótum sýningarinnar og á eftir fáum við léttan málsverð (súpu, brauð og kaffi).

Lagt verður af stað frá Hæðargarði 31 stundvíslega kl. 14:30 á sunnudaginn 30. maí og áætluð heimkoma er um kl. 20:00.

Verð: 7.000 kr (innifalið: rúta, aðgangseyrir, léttur kvöldverður með kaffi).

Fyrir þá sem óska að koma á eigin bíl er verðið 5.000 kr.

Reynir Tómas er mörgum að góðu kunnur því hann var til margra ára yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans. Eiginkona hans Steinunn Jóna Sveinsdóttir þýddi skáldssöguna Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik-Olsen en hún fjallar um hvernig hinn frægi Bayeux refill var saumaður í léreft að öllum líkindum í Kent á Englandi um 1076. Refillinn er samfelld myndaröð og lýsir einni mestu orrustu sem orðið hefur á Bretlandseyjum, orustunni við Hastings árið 1066 þegar innrásarlið frá Normandí réðst inn í England og hafði sigur.  Refillinn sem er 70,34 metra langur er eitt mesta þjóðargersemi Frakka enn í dag.

Reynir Tómas segir ekki frá efni bókarinnar í sýningunni heldur frá tilurð refilsins, saumaaðferðinni, – refilsaum sem er frá tímum víkinga og hvernig refillinn hefur varðveist í gegnum aldirnar. Einnig rekur hann söguna sem myndirnar á reflinum túlka. Reynir er afar góður sögumaður og innblásinn af efninu.

Landnámssetrið Borgarnesi

Staðsetning

Landnámssetrið Borgarnesi
Brákarbraut 13 - 15, 310 Borgarnes

Dagur

30.05.2021
Expired!

Tími

15:00
Uppbókað!

The event is finished.

Scroll to Top
Skip to content