Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland. Viðhorfasaga í þúsund ár
Þriðjudaginn 2. mars fjallar Sumarliði Ísleifsson um viðhorf til Íslands og Grænlands frá öndverðu til samtímans. Spurt verður: Af hverju einkenndust þessi viðhorf, var álit umheimsins á eyjunum tveimur svipað eða ólíkt? Hvað var það einkum sem mótaði skoðanir umheimsins á Íslandi og Grænlandi á umliðnum þúsund árum. Í erindi sínu fjallar Sumarliði, sem er höfundar bókarinnar Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland. Viðhorfasaga í þúsund ár um um þær skoðanir sem birtust í ferðabókum og öðru efni um eyjarnar tvær, greinir þær og skýrir.
Sumarliði er lektor í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hann hefur lengi stundað rannsóknir á viðhorfum til Íslands og Grænlands. Hann hefur einnig rannsakað sögu atvinnulífs og verkalýðshreyfingar á 19. og 20. öld og sögu stjórnsýslu hérlendis. Eftir hann liggur fjöldi bóka, greina, heimildamynda og sýninga.
Staðsetning
Dagur
- 02.03.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Sumarliði Ísleifssonlektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands
Næsti viðburður
- FERÐ TIL FÆREYJA VORIÐ 2025 – UPPBÓKAÐ
-
Dagur
- 02 jún 2025