Sjálfbær borgarhönnun í Reykjavík

Þriðjudaginn 17. febúar kl. 16:30 kemur til okkar í Hæðargarðinn Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður og deildarstjóri deildar Borgarhönnunar hjá Reykjavíkurborg og kynnir sjálfbæra borgarhönnun í Reykjavík. Borgarhönnun (e. sustainable urban design) er fremur ný starfstétt á alþjóðlegum vettvangi og er þverfaglegt svið sem snýst um skipulag og mótun borga, bæja og annarra byggðra svæða. Borgarhönnun sameinar arkitektúr, skipulagsfræði, landslagsarkitektúr, verkfræði og samfélagsfræði til að skapa lifandi, aðgengilegt og sjálfbært borgarumhverfi. Megin markmið borgarhönnunar hjá Reykjavík er t.d. að auka sjálfbærni og visthæfni borgarinnar, stuðla að hönnun sem styrkir líf og lífsgæði í borginni, ýta undir staðaranda, styrkja græna innviði og ýta undir fjölbreytta ferðamáta svo eitthvað sé nefnt.

Í lok árs 2025 var samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur með öllum atkvæðum fyrsta borgarhönnunarstefna Reykjavíkur, sem mun jafnframt vera megin viðfangsefni þessa fyrirlesturs. Stefnan setur fram mikilvæga og heildstæða sýn á þróun borgarinnar til framtíðar. Stefnan setur þarfir fólks í forgang og kallar eftir því að við mótum borg þar sem öll finna sér stað óháð aldri, uppruna, stöðu eða aðstæðum. Með stefnunni köllum við eftir skýrri afstöðu til þróunarverkefna framtíðarinnar og leggjum grunn að skýrari ákvörðunartöku og innleiðingu sem styður við skipulag, umhverfismál og velferð borgarbúa.

Rebekka útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Íslands með Bsc. gráðu í umhverfisskipulagi (nú landslagsarkitektúr) árið 2017. Í kjölfarið fluttist hún til Svíþjóðar og lauk Msc. gráðu í arkitektúr með áherslu á sjálfbæra borgarhönnun árið 2019. Síðan þá hefur hún starfað hjá Reykjavíkurborg sem borgarhönnuður, fyrst sem verkefnastjóri en síðar sem deildarstjóri í ört stækkandi deild borgarhönnuða í Reykjavík. Samhliða starfi sínu situr Rebekka í skipulagsnefnd Árborgar síðan 2022, fyrir hönd Reykjavíkurborgar í fagráði Hönnunarmars síðan 2021 ásamt því að sinna kennslu og fyrirlestrum við arkitektúrdeild tækniháskólans við háskólann í Lundi, við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og við fagdeild skipulags og hönnunar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

17.02.2026

Tími

16:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 80
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content