Fornleifauppgröftur á Stöð í Stöðvarfirði
Þriðjudaginn 27. janúar kl. 16:30 kemur til okkar í Hæðargarðinn Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur og segir frá fornleifauppgreftri á Stöð í Stöðvarfirði. Þar hafa fundist skálar sem samkvæmt vísbendingum eru frá því fyrir 871.
Bjarni hélt til Svíþjóðar skömmu eftir stúdentspróf frá MR og hóf nám í fornleifafræði við Háskólann í Gautaborg vorið 1978. Fil kand námi var lokið 1882 og í beinu framhaldi af því hóf hann doktorsnámið. Doktorsvörnin fór fram 1994.
Sumarið 1978 fékk Bjarni ráðningu við fornleifarannsókn í Noregi og hefur stundað þær æ síðan með öðrum verkefnum. Frá 1979 til 1992 var hann verkefnaráðinn hjá Þjóðminjastofnun Svíþjóðar við fornleifaskráningar og fornleifarannsóknir þar til hann flutti heim sumarið 1992. Árin 1985-1987 var Bjarni safnstjóri Minjasafnins á Akureyri og eftir heimkomu starfaði hann í tvö ár á Árbæjarsafni, þá tvö ár á Þjóðminjasafni þar til hann hóf eigin rekstur 1997.
Helstu rannsóknarverkefnin sem er lokið hafa verið Granastaðir í Eyjafjarðardal (dr. ritgerð), Hólmur í Nesjum (bókin Landnám og landnámsfólk) og Bær í Öræfum (bókin Bærinn sem hvarf). Nýlokið og yfirstandandi rannsóknarverkefni eru Vogur í Höfnum, Stöð á Stöðvarfirði og Arfabót á Mýrdalssandi. Bókin Víkingar á vesturleið er væntanleg á næsta ári, en þar verður m.a. fjallað um Vog og Stöð.
Frá árinu 2000 með hléum hef hann verið að leita að flökum baskaskipanna þriggja sem sukku í Reykjafirði á Ströndum og baskavígin spunnust út af.
Frá árinu 2006 hefur Bjarni rannsakað eyðilýli á Síðheiðum með tilliti til hins mikla goss í Eldgjá 934 og áhrif þess á mannlíf og byggð á svæðinu, bæði á láglendi og upp til heiða. Eftir nokkurra ára hlé vegna andstöðu Minjastofnunar Íslands mun verkefninu vonandi ljúka á næsta ári. Verkið er unnið í samstarfi við próf. Þorvald Þórðarsson í HÍ.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 27.01.2026
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Bjarni F. Einarssonfornleifafræðingur