Skammhlaup í alþjóðakerfinu

Þriðjudaginn 1. apríl kl. 16:30 kemur Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor til okkar í Hæðargarð 31 með erindi sem hún nefnir: Skammhlaup í alþjóðakerfinu.

Í erindinu verður farið yfir ástand heimsmálanna. Stríð, friðarsamningar, vopnahlé, landakaup og fleira eru í fréttum daglega og svo margt í gangi að erfitt er að fylgjast með. Eru undirstöður alþjóðakerfisins traustar eða má búast við umpólun á þeim næstu árum? Reynt verður að rýna í það hver ný heimsmynd gæti orðið og hver staða Íslands innan hennar yrði.

Silja Bára R. Ómarsdóttir (1971) er prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa m.a. að utanríkis- og öryggismálum Íslands, femínískum alþjóðastjórnmálum, íslenska vinstrinu, og kyn- og frjósemisréttindum. Hún er með BA, MA og PhD gráður í alþjóðastjórnmálum frá Lewis & Clark College, University of Southern California og University College Cork, auk þess sem hún hefur lokið diplómum í kennslufræði háskólastigsins og aðferðafræði félagsvísinda frá Háskóla Íslands. Silja Bára hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir bestu doktorsritgerðina við írskan háskóla frá félagi stjórnmálafræðinga á Írlandi og viðurkenningu frá Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til kennslu. Hún er formaður Rauða krossins á Íslandi, varaformaður stjórnar Alþjóðamálstofnunar Háskóla Íslands, rannsóknastjóri Höfða – friðarseturs, fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði HÍ og einn aðalritstjóra Scandinavian Political Studies.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

01.04.2025

Tími

16:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 67
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content