Heimsókn breskra systursamtaka til U3A Reykjavík

Nokkrir meðlimir U3A BOA og U3A Reykjavík

U3A Reykjavík berast reglulega erindi frá aðilum sem óska eftir kynningu á starfseminni og er í öllum tilvikum brugðist við slíkum beiðnum. Það er mjög gagnlegt fyrir okkur í U3A Reykjavík, að kynna okkur hvernig systursamtök okkar starfa en það er ekki aðeins mismunandi á milli landa heldur líka á milli U3A samtaka innan sama lands.

Nýlega áttu fulltrúar stjórnar U3A Reykjavík óformlegan fund með fulltrúum frá breskum U3A samtökum en í Bretlandi starfa 1000 U3A samtök með um 400 þús. félaga. Eitt þeirra er U3A Bradford on Avon  (U3A BOA). Þær Guðrún, Hjördís og Vigdís stjórnarmeðlimir U3A Reykjavík fræddu bresku kollegana sína um starfsemi U3A í Reykjavík og fengu kynningu á starfsemi U3A BOA. Eitt af því sem kom gestunum okkar á óvart var að U3A Reykjavík héldi úti vikulegum fyrirlestrum fyrir félagsmenn en U3A BOA býður upp á mánaðarlega fyrirlestra.

Þeir sem vilja fræðast meira um U3A BOA geta skoðað heimasíðu samtakanna hér:  www.boau3a.com

Guðrún, Hjördís og Vigdís

Scroll to Top
Skip to content