Menningarhópur heimsækir RÚV

Næsti viðburður Menningarhóps verður heimsókn til Ríkisútvarpsins.

Við erum boðin velkomin til þeirra miðvikudaginn 19. febrúar kl. 14.00. Þar söfnumst við saman í anddyri Útvarpshúss, Efstaleiti 1, þar sem Sigrún Hermannsdóttir tekur á móti okkur. Fáum síðan leiðsögn um húsið, kíkjum inn í fréttastúdíó útvarps og sjónvarps, heimsækjum útsendingu rásar eitt og truflum þul þar.

Förum síðan í aðalsjónvarpsver RÚV, stúdíó A og B, kynnumst leikmyndaverkstæði og búningageymslu, læðumst inn í útvarpsleikhúsið og að endingu fáum við innlit í hluta hinnar rómuðu „ Gullkistu“.

Eftir heimsóknina í RÚV förum við og fáum okkur kaffi saman á Sléttunni á Hrafnistu, Sléttuvegi 25, Reykjavík. Þar velur hver fyrir sig veitingar og greiðir, en þar verður tekið frá fyrir okkur borð.

Þá getum við rætt upplifun okkar í RÚV og hvað annað sem okkur dettur í hug.

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst svo við getum látið báða gestgjafana vita með nokkrum fyrirvara hve margir koma.

Fyrir hönd stýrihóps,

Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Útvarpshúsið

Staðsetning

Útvarpshúsið
Efstaleiti 1,

Dagur

19.02.2025
Expired!

Tími

14:00
Uppbókað!

The event is finished.

Scroll to Top
Skip to content