Jötnar hundvísir

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16:30 kemur Ingunn Ásdísardóttir  í Hæðargarð og kynnir ritverk sitt  Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi. Þar dregur Ingunn upp áhugaverða mynd af jötnum og mögulega ólíku hlutverki þeirra en þau sem mótast hafa hingað til í vitund fólks. Með því að rannsaka sjálfstætt hlutverk jötna í öðrum heimildum en Eddu Snorra Sturlusonar virðist sem jötnar hafi gegnt mikilvægara hlutverki; verið aldnir og fróðir (hundvísir) en ekki ófreskjur. Bókin dregur fram hve lifandi vísindi þjóðararfurinn er og færir bæði fróðleiksfúsum aðgengilegt efni og leggur til málanna í rannsóknarheimi norrænnar goðafræði.

Þetta rit  hefur hlotið mikla athygli.  Í lok ársins 2024 var Ingunn tilnefnd til Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis  og önnur viðurkenning kom þegar Ingunn hlaut Gjöf Jóns Sigurðssonar en þar segir í umsögninni; „Höfundur slær ekki af kröfum um fræðileg vinnubrögð og hún skrifar alþýðlegan texta og opnar nýja sýn á fornan átrúnað. Öll umgjörð bókarinnar er til fyrirmyndar.“

Ingunn hefur farið ótrúlega víða síðan bókin kom út og við eru heppin að fá hana hingað til okkar.

Ingunn er fædd og uppalinn á Egilsstöðum. Ingunn lauk BA prófi í ensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1981. Árið 2005 lauk Ingunn meistaraprófi í þjóðfræði frá HÍ. Sérgrein hennar var norræn goðafræði. Ingunn varði síðan doktoraritgerð sína við HÍ 2018 og var umfjöllunarefnið   Jötnar í blíðu og stríðuJötnar í fornnorrænni goðafræði. Ímynd þeirra og hlutverk.

Á árunum 1981-1985 stundaði Ingunn leikstjórnarnám í Þýskalandi og hefur unnið bæði með atvinnu- og áhugaleikurum. Ingunn er mikilvirkur og þekktur þýðandi og hefur þýtt fjölda verka á íslensku. Árið 2014 hlaut hún Íslensku þýðingaverðlaunin. Ingunn hefur haft aðsetur og verið virkur félagi í Reykjavikur-akademíunni um árabil.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

11.02.2025

Tími

16:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 68
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content