Jólafundur U3A Reykjavík 2024

Jólafundur U3A Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn  4. desember kl. 15:00 í sal á veitingastaðnum Nauthól. Samkvæmt venju á jólafundi fáum við kaffi og meðlæti og það verður tími fyrir samveru og spjall.

Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur flytur erindi sem hún nefnir: Gömlu, gleymdu jólafólin. Flestir þekkja gamlar og ljótar sögur um Grýlu sem var hryllileg mannæta og jólasveinana sem forðum voru til vandræða hvar sem þeir komu. Sumir í fjölskyldunni eru samt að mestu gleymdir eins og fyrri eiginmenn Grýlu og jólasveinar eins og Lungnaskvettir, Flórsleikir eða Flotnös. Sagt verður frá óhugnanlegum sögum og þjóðtrú um Grýlu og hennar hyski. Sumt af því hentar varla mjög ungum börnum eða viðkvæmum sálum, en öll sem þora eru hjartanlega velkomin!

Aðgangseyrir er kr. 4.200.- sem greiðist inn á reikning U3A Reykjavík.
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.

með kveðju frá stjórn

U3A Reykjavík

Nauthóll

Staðsetning

Nauthóll
Nauthólsvegur 106, 101 Reykjavík
Website
https://www.nautholl.is/

Dagur

04.12.2024

Tími

15:00
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 32
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content