Íslendingasögur sem heimild um samfélagskerfi

Þriðjudaginn 26. nóvember kl. 16:30 kemur Ármann Jakobsson prófessor á fund okkar í Hæðargarði og ræðir Íslendingasögurnar sem heimild um einstaklinga, samfélagskerfi og „ekkitjáningu“ miðaldamanna.

Fyrirlesari tekur sér stöðu í atviki í Laxdæla sögu þegar hin vitra og síðar iðrunarfulla Guðrún Ósvífursdóttir mætir draug á leið til kirkju. En hvað er draugur, hvernig tala miðaldamenn um slík fyrirbæri og hvernig draugar birtust þeim? Og hvað með viðbrögð Guðrúnar? Er mikilvægt að hún bregst ekki við og eins að hún segir engum síðar hverjum hún unni mest? Í kjölfarið verður rætt aðeins um eðli Íslendingasagnanna, stöðu einstaklingsins í samfélagskerfi miðalda og hvernig fólk tjáði tilfinningar sínar — eða tjáði þær ekki.

Ármann Jakobsson er prófessor við Háskóla Íslands í bókmenntum fyrri alda.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

26.11.2024
Expired!

Tími

16:30
Uppbókað!

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content