FERÐ TIL FÆREYJA VORIÐ 2025 – UPPBÓKAÐ
Kæru félagar í U3A Reykjavík
Menningarhópur er að skoða möguleika á hópferð til Færeyja næsta vor. Við höfum fengið tilboð frá Úrval – Útsýn í pakka sem inniheldur flug og hótel með morgunverði dagana 2.-5. júní 2025. Gist verður á Brandan Hotel í Þórshöfn.
Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en áætlað er að nota eftirmiðdaginn þann 2.6. til að skoða miðbæinn í Þórshöfn, Tinganes, Skansin, þjóðminjasafn eða listasafn. Næstu tvo daga höfum við rútu og skoðum þekkta og áhugaverða staði á eyjunum. Bent hefur verið á Kirkjubæ, Gjógv og Christianskirkju, en þar mun vera margt að sjá. Endanleg dagskrá verður gerð í samvinnu við leiðsögumann ferðarinnar og send til þeirra sem kjósa að fara.
Áætlaður kostnaður á mann fyrir flug, hótel, ferðir og leiðsögn á Færeyjum er kr. 195.000 miðað við að tveir deili herbergi. Fyrir einstaklingsherbergi bætast við kr. 64.600.
Ástæðan fyrir því að þetta bréf er sent út nú er sú að þrýst er á okkur frá ferðaskrifstofunni að svara tilboði og greiða staðfestingargjöld sem allra fyrst. Í Færeyjum eru menningardagar á þessum tíma næsta vor og annað hótelið sem okkur bauðst er þegar uppbókað. Því verðum við að festa þetta ef áhugi reynist í U3A á svona ferð.
Staðfestingargjald er 50 þúsund. Vinsamlegast greiðið inn á reikning U3A um leið og þið skráið ykkur og merkið með: Færeyjar.
Reikningur: 301-26-011864
Kt: 430412-0430
Fyrir hönd stýrihóps,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
ingasg@simnet.is