Föstudaginn 9. febrúar brá menningarhópur sér í þorramat í Múlakaffi. Að málsverði loknum flutti Árni Björnsson þjóðháttafræðingur erindi um sögu þorrans, upprun þorrablóta og þorramatar. Hann sagðist í upphafi aðeins ætla að segja sannleika um efnið enda væri hann skemmtilegri en lygin. Þá varð til þessi vísa hjá Guðmundi Halldórssyni:
Fyrirlestur, fráleitt þurr,
nú féllu hin gömlu vígi.
Sannaði að sannleikur,
sé skemmtilegri en lygi.
Í lokin var sungið:Þegar hnígur húm að þorra með forsöng Árna.
Saddur og sæll menningarhópur þakkar fyrir sig.