Viðburðir í maí
Viðburðir í maí á vegum U3A Reykjavík
Nú liður að lokum vetrardagskrár hjá U3A Reykjavík enda vorið komið. Við höldum áfram að streyma fræðslufyrirlestrum þriðjudaga í maí kl. 16:30 eða fram að hvítasunnu en þá verður hlé á fyrirlestrahaldi þar til í haust.
Þriðjudaginn 4. maí kynnir Borgþór Arngrímsson, fréttaritari Kaupmannahöfn með augum Íslendings. Borgþór bjó í 11 ár í Kaupmannahöfn, fyrst um þriggja ára skeið fyrir 40 árum og síðan í átta ár frá 2010. Miklar breytingar hafa orðið á dönsku samfélagi á þessum tíma, og Kaupmannahöfn er gjörbreytt. Borgþór ætlar að spjalla vítt og breytt um Kaupmannahöfn og danskt samfélag á tímum örra breytinga.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður kemur til okkar 11. maí og kynnir skáldsögu sína Eldarnir- ástin og aðrar hamfarir sem hlaut óvænta athygli þegar jarðhræringar og eldsumbrot hófust nýverið á Reykjanesskaga. Bókin kom út örfáum mánuðum áður og lýsir að nokkru leyti svipaðri atburðarás. Hún les úr bókinni og fjallar um tilurð hennar og glímuna við jarðvísindin og skáldskapinn.
Síðasta fyrirlesturinn 18. maí flytur Ingibergur Þorkelsson eigandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. Hann nefnir erindið Innbyggður læknir og segir: Ímyndaðu þér að þú hafir innbyggðan lækni sem fæddist með þér. Lækni, sem getur læknað bæði líkamleg og andleg mein á einfaldan og fljótlegan hátt. Sem betur fer er þetta ekki ímyndun heldur staðreynd!
Ítarlegri kynning á fyrirlestrum og fyrirlesurum er á www.u3a.is undir viðburðir.
Eftir hvítasunnu hvílum við fræðslufyrirlestrana fram á haust en erum samt ekki alveg hætt þar sem við áætlum að efna til ferða og heimsókna á laugardögum í júní og áætlum líka að endurvekja kaffihittingana. Nánar um þetta síðar.
Kveðja frá stjórn U3A Reykjavík
Staðsetning
Dagur
- 31.05.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30