Heimsóknir

heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir eru stór hluti af upplifun félaga í U3A.is

Heimsóknir til áhugaverðra stofnana og fyrirtækja eru hefðbundinn liður í starfseminni. Þátttaka er almennt góð í þessum heimsóknum, afar vel tekið á móti hópnum og miklum fróðleik miðlað. Til að nefna dæmi þá var á starfsárinu 2021-2022 farið í heimsókn á söguloftið í Landnámssetrinu og menningarhópur efndi til heimsókna í Dómkirkjuna í Reykjavík og í Rokksafnið í Reykjanesbæ.

Ertu með hugmynd að heimsókn/kynnisferð? Sendu þá póst á netfangið u3areykjavik@gmail.com  og við hlökkum til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Scroll to Top
Skip to content