Umhverfishópur
Umsjón með hópnum hefur stýrihópur sem í eru Birna Sigurjónsdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir og Jórunn Eyfjörð. Stýrihópurinn skipuleggur fundi og viðburði hópsins sem einnig eru opnir öllum félagsmönnum U3A Reykjavík.
Markmið umhverfishóps U3A Reykjavík er að fræða og upplýsa um það sem ógnar náttúru Íslands, bæði lífríki lands, ferskvatns og sjávar og jarðminjum, að vekja athygli á leiðum til umhverfis- og náttúruverndar og efna til aðgerða sem bæta umhverfi og vinna gegn loftslagsvá.
Einnig verða félagsmenn hvattir til að láta til sín taka í umhverfismálum og birtar hvatningar og ábendingar um umhverfisvænan lífsmáta.
Hópurinn verður tengiliður U3A út á við varðandi umhverfismál og gerir einnig tillögur að fyrirlestrum á vegum U3A Reykjavík á þessu sviði.
Hugmyndir að fyrirlestrum eða viðburðum má senda til skogarsel@simnet.is eða u3areykjavik@gmail.com
Umhverfishópur heldur úti FB-síðu https://www.facebook.com/groups/1057352371597116