Hópur um alþjóðamál
Hans Kristján Guðmundsson hefur umsjón með hópnum. Tilgangur hópsins er að fylgjast með því helsta sem gerist á alþjóðavettvangi í málefnum fólks á efri árum. Hópurinn miðlar upplýsingum á vettvangi U3A Reykjavík um áhugaverða viðburði og verkefni sem unnin eru í öðrum löndum og gerir tillögur til stjórnar um tengsl og áherslur í starfi U3A Reykjavík á þeim grunni.
Áhersla verður lögð á að fylgjast með alþjóðastarfi U3A, þar á meðal starfi innan samtakanna AIUTA, sem eru alþjóðleg samtök U3A félaga, og tryggja tengingu við það starf. Einnig að halda við sterkum tengslum við tengslanetið Pass it on Network (PION), en Hans hefur verið þar tengiliður um margra ára skeið. Hægt er að fræðast hér um erlent samstarf U3A Reykjavík. Stefnt er að því að alþjóðlegt samstarf um málefni eldri borgara verði sýnilegra á vefsíðu U3A Reykjavík.
Í alþjóðahópnum eru nú átta félagar og hafa þeir hist á fundum eftir þörfum. Aðild að hópnum er opin félögum sem vilja vinna að þessum málefnum.
Hugmyndir að verkefnum má senda til hanskr@simnet.is eða u3areykjavik@gmail.com