Viðburðir framundan hjá U3A Reykjavík
Í desember höldum við jólafund í sal veitingahússins Nauthóls, fimmtudaginn 8. desember kl. 15-17:00. Þar koma til okkar arkitektarnir Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir og kynna bók sína Straumar frá Bretlandseyjum – Rætur íslenskrar byggingarlistar. Bókin er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis Hjördísar og Dennis. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Við njótum veitinga og eigum stund til samveru og spjalls.
Á haustönninni hefur verið mjög góð þátttaka í viðburðum U3A Reykjavík. Fyrirlestrar hafa verið fjölsóttir, salurinn oftar en ekki fullsetinn á þriðjudagsfyrirlestrum og enn fleiri notið þessa að hlusta og horfa á upptökurnar sem við sendum út. Að meðaltali eru það um 200 manns sem fylgjast með fyrirlestrum og þá teljum við saman þá sem koma í salinn og þá sem eru með í streymi eða sjá upptökuna.
Við hefjum svo starfið á nýju ári með fyrirlestri þriðjudaginn 10. janúar í Hæðargarði þar sem fjallað verður um áhrif tónlistar á fólk. Auk þriðjudagsfyrirlestra verður umhverfishópur með stutt málþing um loftslag og umhverfi 14. janúar sem er laugardagur. Heimsókn í Íslenska erfðagreiningu er á dagskrá í janúar og einnig viðburður á vegum menningarhóps. Við kynnum síðan janúardagskrána strax á nýju ári.
Megið þið njóta aðventunnar, jóla og áramóta sem best.
Stjórn U3A Reykjavík
Dagur
- 31.12.2022
- Expired!
Tími
- 08:00 - 18:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30