Starfsemi Minjaverndar
Þriðjudaginn 1. október kl. 16:30 kemur Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar til okkar í Hæðargarð 31 og segir okkur frá Minjavernd en markmiðið þeirrar starfsemi er að varðveita mannvirki og mannvistarleifar af margvíslegum toga hvarvetna á Íslandi.
Minjavernd er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja. Félagið var stofnað í apríl árið 2000 sem hlutafélag. Það byggir hins vegar á grunni starfs Torfusamtaka aftur til nóvember 1979. Þá náðust samningar á milli ríkissjóðs og Torfusamtakanna um leigu samtakanna á stærstum hluta Bernhöftstorfu gegn endurbyggingu á húsum þar. Samtökin stóðu að þeirri uppbyggingu þar til í apríl 1985. Þá var Minjavernd stofnuð sem sjálfseignarstofnun með aðild Ríkissjóðs, Þjóðminjasafnsins og Torfusamtakanna og eignaðist Minjavernd þá og síðar öll húsin á Bernhöftstorfu. Rekstrarformi Minjaverndar var breytt í hlutafélagi árið 2000 eins og áður sagði og tók þá sjálfseignarstofnunin Minjar við hlutverki Torfusamtakanna sem aðili að Minjavernd. Í september það ár gerðist Reykjavíkurborg svo hluthafi og lagði til félagsins eignir sínar við Aðalstræti og í Grjótaþorpi.
Þorsteinn Bergsson hefur verið framkvæmdastjóri Minjaverndar frá upphafi.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 01.10.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Þorsteinn Bergssonframkvæmdastjóri Minjaverndar
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30