Námskeið í Wikiloc
Til félaga í U3A Reykjavík.
Ykkur er hér með boðið að taka þátt í námskeiði um forritið Wikiloc sem var notað við skráningu leiða að menningararfi í HeiM verkefninu. Fyrri hluti námskeiðsins verður haldinn fimmtudaginn 27. október kl. 14 – 15:30 í fundarherbergi Reykjavíkurakademíunnar á 1. hæð Þórunnartúns 2 og sá síðari viku seinna á sama tíma. Námskeiðið er ókeypis og í boði U3A Reykjavík.
Þar sem aðeins fá sæti eru laus á námskeiðinu er skráning nauðsynleg. Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir að láta Ingibjörgu Rannveigu Guðlaugsdóttur, ingibjorg.rannveig@gmail.com vita ekki seinna en kl. 12 miðvikudaginn 26. október n.k.
Staðsetning
Dagur
- 27.10.2022
- Expired!
Tími
- 14:00 - 15:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Einar Skúlasonstjórnmálafræðingur og göngugarpur.
inar Skúlason er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg.
Hann hefur unnið við markaðsstörf á nokkrum stöðum, var framkvæmdastjóri Alþjóðahússins og kynningarstjóri Fréttablaðsins en hefur síðustu ár starfrækt gönguklúbbinn Vesen og vergang og gönguappið Wapp-Walking app. Í tengslum við gönguklúbbinn hefur Einar verið leiðsögumaður og fararstjóri í hundruðum ferða innanlands og erlendis.
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30