Menningarhópur – námskeið/vínsmökkun

Menningarhópur

Næsti viðburður menningarhóps verður námskeið/vínsmökkun á Aldamót bar, Kirkjutorgi 4, miðvikudaginn 29.nóvember kl: 17.00.

Þar tekur á móti okkur Stefán Guðjónsson, einn af fremstu vínsérfræðingum landsins. Hann kynnir okkur fjórar tegundir af rauðvíni og fjórar þrúgur og  hvernig á að lykta af og smakka vín. Einnig útskýrir hann muninn á vínþrúgunum og hvaða matur fer best með hvaða þrúgu. Í lokin er svo tími fyrir spurningar hópsins til Stefáns um eitt og annað sem okkur langar að vita um vín.

Með víninu fáum við kjöt-og ostabakka og samtals kostar þetta kr. 7.850.

Vinsamlegast bókið ykkur sem fyrst því við verðum að láta vita um fjölda þátttakenda með góðum fyrirvara. Við biðjum ykkur einnig að greiða um leið og þið skráið ykkur. Greiðslan gildir sem staðfesting á bókun.

Greiðið inn á reikning U3A Reykjavík

301-26-011864.

Kt: 430412-0430

Með bestu kveðju frá stýrihópi,

Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Staðsetning

Aldamót bar
Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík

Dagur

29.11.2023
Expired!

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content