Loftslagsaðgerðir og verndun líffræðilegrar fjölbreytni – tvær hliðar á sama teningi
Þriðjudaginn 19. nóvember kl. 16:30 kemur Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði til okkar og flytur erindi sem hún nefnir: Loftslagsaðgerðir og verndun líffræðilegrar fjölbreytni – tvær hliðar á sama teningi. Fyrirlesturinn er skipulagður af umhverfishópi U3A.
Örar Loftslagsbreytingar af manna völdum og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni eru meðal stærstu áskorana sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Við sem byggjum Ísland þurfum einnig að axla ábyrgð, jafnvel þótt við séum fámenn og landið okkar hýsi hlutfallslega fáar tegundir lífvera. Brýnasta loftslagsaðgerðin er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig þarf að huga að því hvort og hvernig megi auka bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Vistkerfi Jarðar taka nú þegar upp um helming þess kolefnis sem losað er út í andrúmsloftið við bruna jarðefnaeldsneyta og því er nærtækast að skoða hvort og hvernig megi auka þann þátt enn frekar. Slíkar aðgerðir verða að samræmast verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Ein helsta mótvægisaðgerðin til bindingar sem hvatt er til af stjórnvöldum hér á landi er skógrækt. Í flestum tilfellum felst skógræktin í því að planta hraðvaxta framandi trjátegundum í miklu magni, jafnvel ágengum, í plantekruskóga sem eiga lítið skylt við náttúruleg skógarvistkerfi. Þó svo að málið sé brýnt má ekki ana út í framkvæmdir án þess að að kanna lífríki svæðanna sem nýta á í skógrækt og hve mikið kolefni er þegar bundið í vistkerfin sem fyrir eru áður en farið er út í aðgerðir svo hægt sé að meta árangur. Einnig þarf að meta hver áhrifin kunni að verða á lífríki nærliggjandi svæða. Þetta er því miður sjaldnast gert. Í þessu erindi mun ég fjalla almennt um þær ógnir sem steðja að líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi og um þær áskoranir sem fylgja aðgerðum sem miða að aukinni kolefnisbindingu vistkerfa.
Ingibjörg Svala Jónsdóttir er prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 19.11.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Ingibjörg Svala Jónsdóttirprófessor í vistfræði
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30