Lífríki jarðar í hættu!
Þriðjudaginn 18. apríl flytja Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og náttúruverndarsinni erindi undir yfirskriftinni: Lífríki jarðar í hættu! Viðburðurinn er að frumkvæði umhverfishópsins.
Snorri nefnir erindi sitt: Hvað gerðist á COP-15 og hvað þýðir það fyrir Ísland? Hann greinir frá helstu niðurstöðum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var Montreol í Kanada í desember 2022. Þar komu saman fulltrúar frá hátt á annað hundrað þjóðum og þar skuldbundu þjóðir sig til að vernda 30% af þurru landi og sjó.
Kristín Helga nefnir sitt erindi: Féþúfan Ísland: náttúrusala og neysluskipti. Hún bregst við erindi Snorra og hugleiðir stöðuna á Íslandi.
Snorri Sigurðsson er með doktorspróf í líffræði, hann er sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Kristín Helga Gunnarsdóttir er rithöfundur og náttúruverndarsinni. Hún er í stjórn Landverndar.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 18.04.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesarar
-
Kristín Helga Gunnarsdóttirrithöfundur
-
Snorri Sigurðssonlíffræðingur
Sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30