Íslenskar fornaldarsögur Norðurlanda
Þriðjudaginn 21. september kl. 16:30 Annette Lassen miðaldafræðingur og dósent á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum talar um hinar íslensku fornaldarsögur Norðurlanda. Þessar sögur fjalla um norræna konunga og hetjur, t.d. Ragnar loðbrók, Kráku, Sigurð Fáfnisbana og skjaldmeyna Brynhildi, sem eru einnig forfeður og formæður íslenskra landnámsmanna. Sögurnar eiga að gerast fyrir kristnitöku og fyrir landnám Íslands þegar menn voru stærri og sterkari en það fólk sem nú er uppi. Fornaldarsögur Norðurlanda hafa lengi verið vanræktur fornsagnaflokkur en til stendur að gera sögurnar aðgengilegar í nýjum útgáfum auk þess sem ný fræðirit um þær eru í bígerð.
Annette Lassen er rannsóknardósent við Árnastofnun. Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2017 féllu í hlut Annette en hún hefur með kynningu á fornbókmenntunum haldið ríkulega á loft framlagi Íslands til heimsbókmenntanna. Hún hefur skipulagt fjölda ráðstefna, haldið fyrirlestra, skrifað fjölda greina og kynnt fornbókmenntir Íslendinga í fjölmiðlum. Þá ritstýrði hún, og þýddi að hluta, hinni dönsku útgáfu Íslendingasagnanna og þátta, sem var þjóðargjöf Íslendinga til Dana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur það ár.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 21.09.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Annette Lassenrannsóknardósent hjá Árnastofnun
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30