Hlutverk Landssamtaka lífeyrissjóða
Þriðjudaginn 10. september koma til okkar Vilborg Guðnadóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða og Þórey S. Þórðardóttir verkefnastjóri og kynna hlutverk landssamtaka lífeyrissjóða, en það er að:
- Gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga.
- Vera málsvari gagnvart stjórnvöldum og öðrum í öllu sem varðað getur sameiginlega hagsmuni aðildarsjóðanna.
- Hafa frumkvæði í þjóðmálaumræðu um málefni sjóðanna og lífeyrismál og stuðla að jákvæðri ímynd þeirra.
- Vinna að útgáfu- og fræðslumálum lífeyrissjóða svo sem með námskeiðum og fræðslufundum, skýrslugerð og annarri þjónustu við lífeyrissjóði og sjóðfélaga.
- Stuðla að hagræðingu og þróun í starfi aðildarsjóðanna.
- Fylgjast með þróun lífeyrismála erlendis og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi samtaka lífeyrissjóða.
- Vinna að sérgreindum verkefnum fyrir einstaka lífeyrissjóði innan samtakanna, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar þeirra, enda standi slík starfsemi fjárhagslega undir sér og sé samrýmanleg markmiðum þeirra og tilgangi.
Vilborg Guðnadóttir er framkvæmdastjóri LL. Hún er með embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi (LL.M gráðu) frá University of Washington í Bandaríkjunum. Hún tók próf í verðbréfaviðskiptum árið 2007. Þórey öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1997 og varð hæstaréttarlögmaður árið 2008.
Þórey S. Þórðardóttir er verkefnastjóri hjá LL. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og kemur til LL frá Icelandair þar sem hún starfaði sem sérfræðingur á sviði persónuverndar- og vefmála.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 10.09.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesarar
-
Vilborg Guðnadóttirverkefnastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða
-
Þórey S. Þórðardóttirframkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30