Hjartarætur – sagan hans pabba
Margrét Júlía Rafnsdóttir, kennari og umhverfisfræðingur mun fjalla um og lesa úr bók sinni Hjartarætur – sagan hans pabba þriðjudaginn 29. október kl. 16:30.
Hjartarætur – sagan hans pabba er fjölskyldusaga úr Reykjavík sem nær yfir alla 20. öldina, aftur í þá 19. og fram í þá 21. Meginsögusviðið er húsið að Týsgötu 8 við Óðinstorg í Reykjavík, en sagan berst þó víðar um landið einkum um Suðurland og einnig til Parísar á sjötta áratug tuttugustu aldar. Hjartarætur er fyrst og fremst saga um manngæsku, örlög og kærleika.
,,Þetta er yndisleg bók sem gott er að lesa. Hún er skrifuð af kærleika um kærleika, um gott fólk, um hús og staðhætti, um bernskuár og uppeldi á sjötta áratugnum, um merka ættfræði og skyldleika” segir Unnur Sólrún Bragadóttir skáldkona um bókina. Bókin hefur hlotið góða dóma af lesendum.
Sagan er í raun saga hússins að Týsgötu 8 frá 1919 til 2020, þeirra íbúa sem þar bjuggu og þeirra örlaga. Þarna bjuggu nokkar kynslóðir í áratugi.
Afi Margrétar Júlíu og amma, Júlíus Árnason og Margrét Þorvarðardóttir byggðu húsið að Týsgötu 8 en áttu jafnframt sumarhúsið Bjarmahlíð sem stóð þar sem nú er Kleifarvegur.
Sagan er Reykjavíkursaga, saga um félagslega stöðu fólks og kafað í heimspeki, sálfræði og sagnfræði.
Margrét Júlía starfaði lengi við kennslu en í um 17 ára skeið að mannréttindum barna.
Hægt verður að kaupa bókina á vægu verði á staðnum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 29.10.2024
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Margrét Júlía Rafnsdóttirkennari og umhverfisfræðingur
Næsti viðburður
- Umhverfisvænni byggingar
-
Dagur
- 05 nóv 2024
-
Tími
- 16:30