HeiM – klúbbur stofnfundur
Ágætu U3A Reykjavík félagar
Áhugasömum félögum er hér með boðið að vera með og stofna HeiM klúbb á vegum U3A Reykjavík. Markmiðið með klúbbnum er m.a. að búa til stafrænar leiðir að menningararfi í Reykjavík með hjálp Wikiloc appsins í snjallsíma. Þeir sem ekki kunna á Wikiloc appið munu fá kennslu í því.
Stofnfundur HeiM klúbbsins ef næg þátttaka fæst, verður haldinn mánudaginn 25. apríl kl. 16:30 á 1. hæð í Þórunnartúni 2. Áhugasömum er boðið að skrá sig á fundinn mánudaginn 25. apríl og er skráning nauðsynleg.
HeiM stendur fyrir Heritage in Motion sem er evrópskt samstarfsverkefni sem U3A Reykjavík tók þátt í ásamt borgunum Varsjá, Zagreb og Alicante. Í verkefninu voru hannaðar fimm til sex leiðir að menningararfi í hverri borg. Ef vilji er til þá er hugmyndin að HeiM klúbbur í Reykjavík heimsæki samstarfsborgirnar heim og gangi „þeirra“ leiðir í fylgd heimamanna. Alicante hefur þegar stofnað HeiM Club.
Þegar hafa verið hannaðar fimm svokallaðar HeiM leiðir í Reykjavík og má fræðast um þær á HeiM gönguleiðir (u3a.is) Leiðirnar eru gönguleið um Elliðaárdal, milli styttna í miðborg Reykjavíkur, um Laugarnes og Kirkjusand, um Hólavallagarð og Sólstöðuganga í Viðey. Allar þessar leiðir verða farnar nú í vor, Hólavallagarður 30. apríl, milli styttna í miðborginni 7. maí, Elliðaárdalur 14. maí, Laugarnes og Kirkjusandur 19. maí og sólstöðuganga 21. júní. Gönguferðirnar eru kl. 11 f.h. utan sólstöðugöngu sem er farin að kveldi. Þessar göngur verða allar auglýstar sérstaklega.
Staðsetning
Dagur
- 25.04.2022
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30