Hádegistónleikar í Hafnarborg

Frá Menningarhópi

Í desember hittist Menningarhópurinn þann 3.desember í Hafnarborg, Hafnarfirði á hádegistónleika sem hefjast kl. 12.00. Þar syngur Íris Björk Gunnarsdóttir sópran, tónlist tengda jólum. Antonía Hevesi stjórnar og leikur undir á píanó. Tónleikarnir taka u.þ.b. hálfa klukkustund og kosta ekkert.

Á listasafninu eru líka sýningar tveggja listamanna, þeirra Arngunnar Ýr og Péturs Thomsen. Arngunnur sýnir málverk og Pétur ljósmyndir.

Eftir tónleikana fáum við okkur fisk dagsins á neðri hæðinni og ræðum tónlistina og önnur mál. Matur og kaffi kosta kr.4.090.

Vinsamlegast skráið ykkur og greiðið sem fyrst, svo við getum tekið frá sæti og látið veitingahúsið Krydd vita um fjöldann. Munið að skrá hvern einstakling fyrir sig.

Reikningur U3A: 0301-26-011864

Kt: 430412-0430

Með kveðju frá stýrihópi,

Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Hafnarborg, Hafnarfirði

Staðsetning

Hafnarborg, Hafnarfirði

Dagur

03.12.2024
Expired!

Tími

12:00

The event is finished.

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content