Deleríum búbónis. Leikhúsheimsókn menningarhóps.
Deleríum búbónis.
Október viðburður menningarhóps verður leikhúsferð til að sjá Deleríum búbónis í Borgarleikhúsinu þann 6.október kl:20.00. Deleríum búbónis er eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni. Þetta er ein af perlum íslensks leikhúss, dásamlegur gamansöngleikur með pólitískum broddi, fullur af sígildum lögum. Mörg hafa fyrir löngu öðlast eigið líf og unnið sér fastan sess í hjörtum landsmanna; lög á borð við „Einu sinni á ágústkvöldi“, „Ljúflingshóll“ og „Söngur jólasveinanna“, sem eflaust er betur þekktur sem „Úti er alltaf að snjóa“. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og Agnar Már Magnússon er tónlistarstjóri.
Fyrir sýningu hittumst við á Kringlukránni kl:17.30 og borðum þar kvöldverð. Matseðillinn er: Humarsúpa í forrétt og grilluð bleikja með kartöflumús, grilluðu brokkolini, epla relish mauki,sýrðum sinnepsfræjum og möndlusmjöri með kapers.
Þeir sem vilja bæta við eftirrétti velja það og borga á staðnum. Sama gildir um drykki aðra en vatn.
Leikhúsmiðinn kostar kr; 8.900
Maturinn: kostar kr: 6.490
Samtals: kr:15.390
Vinsamlegast bókið ykkur sem fyrst því við verðum að láta bæði leikhúsið og Kringlukrána vita um fjölda þátttakenda með góðum fyrirvara. Við biðjum ykkur einnig að greiða um leið og þið skráið ykkur. Greiðslan gildir sem staðfesting á bókun.
Greiðið inn á reikning U3A Reykjavík
301-26-011864.
Kt: 430412-0430
Besta kveðja frá stýrihópi,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
Staðsetning
Dagur
- 06.10.2023
- Expired!
Tími
- 17:30
The event is finished.
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30