Síðastliðinn fimmtudag komu 14 U3A félagar saman til að stofna umhverfishóp innan U3A Reykjavík. Markmið hópsins er að stuðla að vernd umhverfis og loftslags með því að vekja athygli á leiðum til umhverfisverndar og efna til aðgerða sem bæta umhverfi og vinna gegn loftslagsvá. Einnig verða félagsmenn hvattir til að láta til sín taka í umhverfismálum og reglulega birtar hvatningar og ábendingar um umhverfisvænan lífsmáta. Hópurinn verður tengiliður U3A út á við varðandi umhverfismál og gerir væntanlega tillögur að fyrirlestrum á vegum U3A Reykjavík á þessu sviði.
Ýmsar hugmyndir komu fram um verkefni hópsins frá þeim sem sátu fundinn. Meðal annars var sagt frá frískápum sem settir hafa verið upp á nokkrum stöðum í Reykjavík. Súskoðun kom fram að líklega myndi vera hlustað á þennan hóp eldri borgara.
Umhverfishópurinn kemur aftur saman eftir sumarhlé og þá verður ákveðið hvaða verkefni verða sett í forgang.