Vefstofa um stafræna hæfni eldri borgara og tengslanet Fjölmiðlanefndar

frétt um vefstofu

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum stendur fyrir vefstofu um stafræna hæfni eldri borgara þriðjudaginn 7. júní kl. 13-14:00. Þar verða flutt nokkur erindi, m.a. kynnir formaður rafræn samskipti U3A Reykjavík við félagsmenn. Einnig verður kynnt nýleg könnun á hæfni eldri borgara á sviði tækninotkunar.

Vefslóðin er hér: https://nvl.org/content/Stafraen-haefni-eldri-borgara-i-heimi-taeknibreytinga.

U3A Reykjavík tengdist á sl. starfsári tengslaneti Fjölmiðlanefndar og situr reglulega netfundi tengslanetsins. Fjölmiðlanefnd lét gera viðamikla könnun á miðlalæsi íslensku þjóðarinnar og hafa niðurstöður verið birtar hér: https://fjolmidlanefnd.is/midlalaesi/

Áhugavert er t.d. að sjá í hlutanum um falsfréttir og upplýsingaóreiðu að: Flestir í hópi 60 ára og eldri telja sig ólíklega til að blekkjast af falsfréttum.  Ég hvet ykkur til að skoða þessar niðurstöður sem eru mjög áhugaverðar og upplýsandi.

sumarkveðja

formaður U3A Reykjavík

Birna Sigurjónsdóttir

Scroll to Top
Skip to content