Haraldur Helgason frá Akureyri átti fund með formanni og stjórnarmanni U3A Reykjavík í apríl. Þar lýsti hann áhuga sínum á að stofna félag U3A á Akureyri líkt og U3A Suðurnes sem hefur starfað um árabil.
Á fundinum fórum við yfir þau skref sem þarf að taka til þessi hugmynd verði að veruleika. Fyrst þarf að búa til hóp fólks sem deilir áhuga Haraldar og er tilbúið að taka þátt í að undirbúa og vinna að því hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt og verða stofnfélagar í U3A Akureyri ættu að hafa samband við Harald og senda honum póst á netfangið talenta@internet.is
Stjórn U3A Reykjavík er tilbúin að kynna markmið og starfsemi U3A fyrir áhugasömum á Akureyri og styðja við frumkvæði Haraldar með tiltækum ráðum.