Hópur U3A félaga heimsótti Þjóðminjasafnið miðvikudaginn 27. apríl. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður tók á móti hópnum og fór yfir sögu safnsins.
Síðan var okkur boðið að setjast í kaffi í boði safnsins. Eftir kaffið var gengið um aðalsýningu safnisins undir góðri leiðsögn. Á aðalsýningunni er rakin saga þjóðar eftir tímabilum frá landnámi til nútíma.
Hluti hópsins hélt svo til hádegisverðar á veitingahúsið Nauthól.
Þjóðminjasafninu eru færðar þakkir fyrir góðar móttökur og skýra leiðsögn.