Stjórn U3A Reykjavík er skipuð sjö mönnum. Formaður er kosinn sérstaklega á aðalfundi ár hvert og má sitja í þrjú ár. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára og geta setið að hámarki tvö kjörtímabil. Stjórnarmenn eru:
Birna Sigurjónsdóttir, formaður starfaði sem verkefnisstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur áður en hún lét af störfum. Hún er með B.Ed. kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá sama skóla. Hún hefur starfað að skólamálum og félagsmálum fyrir Kennarasamband Íslands og var virk í Kvennalistanum frá stofnun hans og átti sæti á framboðslistum bæði til alþingis og bæjarstjórnar í Kópavogi.
Þórleif Drífa Jónsdóttir, varaformaður útskrifaðist sem hannyrðakennari árið 1972 úr Kennaraskóla Íslands og kenndi hannyrðir í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í 15 ár, með kennslunni var hún einnig kennsluráðgjafi í hannyrðum í Menntamálaráðuneytinu með Þóri Sigurðssyni námstjóra í mynd- og handmennt. Síðan var hún kennsluráðgjafi á Fræðsluskrifstofu Reykjaness og þegar skólinn fluttist 1996 til sveitarfélagana, kennsluráðgjafi á Skólaskrifskrifstofu Hafnarfjarðar. Árið 2000 söðlaði hún alveg um og var ráðin sem fræðslustjóri á Landspítala og var þar til 1. október 2021, þegar hún hætti störfum vegna aldurs.
Emma Eyþórsdóttir, ritari er búfjárfræðingur, menntuð í Kanada og í Noregi með sérhæfingu í kynbótum búfjár. Hún starfaði sem sérfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá 1983 og síðar sem dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands til 2020, þegar hún lét af störfum. Hún sinnti rannsóknum og kennslu í búfjárrækt ekki síst á sviði sauðfjárræktar og varðveislu erfðaauðlinda í búfé. Emma hefur ritað fjölda faggreina í innlend og erlend rit og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á fagsviði sínu.mHún hefur verið meðlimur í rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi frá 2001 og verið ritari klúbbsins í eitt ár. Hún hefur verið í kirkjukórum um árabil og gegnt formennsku í kór Hjallakirkju. Eiginmaður Emmu er Brynjólfur G. Brynjólfsson, sálfræðingur (á eftirlaunum).
Meðstjórnendur:
Borgþór Arngrímsson er búsettur í Hafnarfirði, giftur Vilborgu Þ. Hauksdóttur.
Menntun:
1998 Open University Brussel, diploma, almenn stjórnun.
1995 Ríkisútvarpið, fréttamannapróf.
1995 Háskóli Íslands, kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.
1983 Hafnarháskóli, leiklistarfræðingur.
1976 Central Academy of Film Art and Drama (CAFAD) London, leikarapróf.
1971 Samvinnuskólinn Bifröst, samvinnuskólapróf.
Helstu störf:
2010 – 2018 Fréttamaður RÚV í Kaupmannahöfn.
1999 – 2010 Ríkisútvarpið, fréttamaður, lengst af hjá Fréttastofu Sjónvarps.
1983 – 1999 Fjölbrautaskóli Suðurnesja Keflavík, framhaldsskólakennari (leyfi 1995 -1998).
1974 – 1998 Kaupfélag Austur Skaftfellinga, Þjóðgarðinum Skaftafelli, verslunarstjóri 22 sumur.
Guðríður Þorsteinsdóttir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1972 og lauk MA í heilbrigðislögfræði og heilbrigðissiðfræði frá King’s College/London University 2008. Hún var framkvæmdastjóri BHM í tólf ár og rak eigin lögfræðistofu í 4 ár. Starfsmannastjóri Ríkisspítala (Landspítala) var hún í 7 ár og skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu frá 1996 til starfsloka.
Guðríður hefur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður jafnréttisráðs og hefur stýrt eða setið í fjölda nefnda á vegum heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila.
Guðrún Bjarnadóttir er stúdent frá MR 1966 og hefur ýmist lært og/eða unnið til 2016. Á þeirri ferð fékk ég grunn- og framhaldsskólakennsluréttindi, er talmeinafræðingur og sálfræðingur. Ég lauk doktorsgráðu í skólasálfræði frá Penn State University og skoðaði hljóðkerfisvitund sem forspá um lestrargetu á mótum leikskóla og grunnskóla. Ég hef kennt á öllum skólastigum, einna lengst sálfræði og uppeldisfræði í MH, en síðasta launaða starfið var sálfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einnig hef ég vasast í stjórnmálum og öðrum félagsmálum, var meðal annars í barnavernd Hafnarfjarðar í lok síðustu aldar, stjórn Blindrabókasafnsins áratug fyrr og í réttindanefnd Félags talmeinafræðinga um aldamótin. Fyrir Kóf19 var ég virkur sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum.
Hans Kristján Guðmundsson er með doktorsgráðu í eðlisverkfræði frá KTH í Stokkhólmi. Hann hefur unnið að vísinda- og nýsköpunarmálum alla tíð, m.a. við Háskóla Íslands, Iðntæknistofnun, sem vísindafulltrúi hjá EFTA og Sendiráði Íslands í Brussel, rektor NorFA í Osló, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) og forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hann hefur síðustu árum unnið að málefnum þriðja æviskeiðsins á vettvangi U3A, gegndi formennsku árin 2015 – 2019 og verið virkur í alþjóðastarfi samtakanna, þar á meðal í þremur verkefnum í Evrópusamstarfi.