Heimsókn í Hernámssetrið í Hvalfirði
Kæru félagar,
Menningarhópur stefnir á ferð í Hvalfjörðinn þann 17. maí kl. 12.30. Þar munum við skoða Hernámssetrið þar sem Gaui litli tekur á móti okkur. Við fáum í lokin kaffi og kleinu. Heimsókn á safnið kostar 2.500 með kaffi.
Eftir heimsókn á safnið ökum við að Saurbæjarkirkju/Hallgrímskirkju og þar tekur á móti okkur sr. Kristján Valur Ingólfsson og sýnir okkur kirkjuna og segir okkur sögu staðarins. Rúta fer frá Hæðargarði 31 kl. 12.30. Verð í rútu fer eftir fjölda en gæti verið á bilinu á bilinu 2.600 -3.900.
Upplýsingar um endanlegt verð á ferðinni verða sendar til skráðra þátttakenda degi fyrir brottför.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst svo hægt sé að láta vita um gestafjölda og rútustærð.
Besta kveðja,
Menningarnefnd.
Dagur
- 17.05.2022
- Expired!
Tími
- 12:30 - 16:30
The event is finished.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30