Heimsókn í Hernámssetrið í Hvalfirði

Kæru félagar,

Menningarhópur stefnir á ferð í Hvalfjörðinn þann 17. maí kl. 12.30. Þar munum við skoða Hernámssetrið þar sem Gaui litli tekur á móti okkur. Við fáum í lokin kaffi og kleinu. Heimsókn á safnið kostar 2.500 með kaffi.

Eftir heimsókn á safnið ökum við að Saurbæjarkirkju/Hallgrímskirkju og þar tekur á móti okkur sr. Kristján Valur Ingólfsson og sýnir okkur kirkjuna og segir okkur sögu staðarins. Rúta fer frá Hæðargarði 31 kl. 12.30. Verð í rútu fer eftir fjölda en gæti verið á bilinu á bilinu 2.600 -3.900.

Upplýsingar um endanlegt verð á ferðinni verða sendar til skráðra þátttakenda degi fyrir brottför.

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst svo hægt sé að láta vita um gestafjölda og rútustærð.

Besta kveðja,

Menningarnefnd.

Dagur

17.05.2022
Expired!

Tími

12:30 - 16:30

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content