Leiðbeiningar til að tengjast vefvarpi U3A Reykjavík

U3A Reykjavík streymir nú fyrirlestrum með forritinu Zoom sem er hugbúnaður þar sem hægt er að eiga í rauntímasamskiptum í vídeómynd, tali og skrifuðum texta.

Félagsmenn fá senda vefslóð í tölvupósti sem leiðir þá inn á fyrirlesturinn á auglýstum tíma. Þátttakendur fylgjast með en eru hvorki í hljóð eða mynd en þeir geta sent inn spurningar sem fyrirlesari svarar í lok fyrirlesturs.

Vakin er athygli á því að óheimilt er að deila vefslóðinni á viðburðinn.

Leiðbeiningar:
Smellið á vefslóðina sem birtist í tölvupóstinum þar sem viðburðurinn er auglýstur til að tengjast, gjarnan 10-15 mínútum fyrir tilsettan tíma.

Þegar smellt er á vefslóðina, kemur upp síða, þar sem þér er boðið að skrá þig á vefvarpið með nafni og netfangi. Þetta er til að hægt sé að streyma á viðkomandi tölvupóstfang.

Ef þú ert ekki með Zoom appið/ Zoom Client í tölvunni er þér boðið að hlaða því niður í tölvuna. Það er þér að kostnaðarlausu.

Eftir að þú hefur skráð þig inn á fyrirlesturinn birtist gluggi þar sem beðið er um nafn, það er til að auðkenna viðkomandi ef sendar eru inn fyrirspurnir, má vera gælunafn eða dulnefni.

Zoom Leiðbeiningar

Þá kemur upp síða þar sem segir að skráningin hafi tekist og þú getur smellt á vefslóðina sem þar birtist til að opna fundinn.

Þátttakendur eru áhorfendur/hlustendur á fyrirlestrinum en lokað er á mynd og hljóð frá þeim. Þeir geta sent inn skriflegar fyrirspurnir með því að smella á Q&A á valslá undir myndramma og þá mun spurningin birtast fyrirlesara, sem væntanlega svarar að loknum fyrirlestri.

Þegar send er vefslóð á upptöku gilda sömu leiðbeiningar og hér að ofan ef þú hefur ekki farið inn á Zoom áður. Ef þú ert með Zoom appið opnast upptakan beint þegar smellt er á slóðina. Gerist það ekki getur þú þurft að afrita slóðina og líma í vafrann sem þú notar til að komast inn á netið.

Frekari upplýsingar um Zoom
Zoom tölvufjarfundakerfið veitir ókeypis aðgang fyrir ótakmakaðan fjölda funda En forritið nýtist ekki einungis fyrir formlega vinnufundi eða til kennslu. Einstaklingar, fjölskyldur og vinahópar geta einnig nýtt sér forritið til að vera í sambandi við hvert annað. Fjölmargir nýta sér þennan samskiptamáta á nýstárlegan hátt svo sem fyrir gleðistund / „happy hour“ með vinum í lok vinnuviku, bókaklúbbinn, saumaklúbbinn, sameiginlegan fjölskyldukvöldverð eða bara huggulegt vinaspjall.

Frekari upplýsingar um Zoom má finna á vefslóðinni
https://www.theverge.com/2020/3/31/21197215/how-to-zoom-free-account-get-started-register-sign-up-log-in-invite

Á YouTube slóðinni eru nokkur vídeó sem lýsa notkun Zoom:
https://www.youtube.com/watch?v=ygZ96J_z4AY

Scroll to Top
Skip to content