Vorverkin í garðinum
Þriðjudaginn 13. apríl fjallar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins um vorverkin í garðinum.
Í apríl eru bjartir og fallegir dagar og veðurblíða hvetur mann til að drífa sig út í garð. Þó er hitastigið oft í svalara lagi og enn frostnætur. Í erindi mínu mun ég huga að vorverkunum í garðinum og sumarhúsalandinu. Ég luma á ótal góðum ráðum.
Á þessum árstíma er tímabært að hugleiða hvaða trjágróður og runna þarf að snyrta og klippa limgerðið. Sá fyrir sumarblómum, matjurtum og forrækta vorlaukana. Náttúran er enn í vetradvala og gott er að hlúa að viðkvæmum gróðri og verja sígræna runna sterkri vorsólinni. Þegar svo kemur að því að hreinsa beðin eru leifarnar af laufinu settar í moltutunnuna eða grafnar niður á milli trjánna þar sem þær verða að næringarríkri mold með tímanum. Stöngla af fjölærum plöntum má brjóta og leggja yfir plönturnar til að hlífa þeim því enn er von á frostnóttum þegar heiðskírt er. Svo er eitt af vorverkunum að bleikja rabarbarann og skipta fjölæringum og flytja tré í garðinum eða sumarhúsalandinu. Þetta og svo ótal margt er hluti vorverkanna í garðinum auk þess sem nú er gott að huga að ástandi garðhúsgagnanna því framundan er fallegt og litríkt sumar þar sem við njótum þess að vera úti í garðinum eða sumarhúsalandinu.
Staðsetning
Dagur
- 13.04.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Auður OttesenGarðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30