Vindorkuver – áhrif á umhverfi og samfélag.
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 kl. 16:30 kemur Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur til okkar og fjallar um vindorkuver og áhrif þeirra á umhverfi og samfélag.
Víðtæk áform eru um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Getum við litið á þessa áformuðu orkunýtingu sem græna orku eða sjálfbæra orku? Í erindinu mun Ásdís Hlökk fara yfir þessi áform og fjalla um áhrif þeirra á umhverfi og samfélag, sér á lagi rask á landi og áhrif á fuglalíf, landslag og víðerni.
Ásdís Hlökk er skipulagsfræðingur. Hún starfar sem aðjunkt við Háskóla Íslands og stundar jafnframt doktorsnám í opinberri stjórnsýslu þar sem umfjöllunarefni hennar er bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hún hefur starfað að skipulagsmálum á ólíkum vettvangi – innan stjórnsýslunnar, sem ráðgjafi og við kennslu og rannsóknir í yfir þrjá áratugi, þar á meðal í tæpan áratug sem forstjóri Skipulagsstofnunar.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 14.01.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Ásdís Hlökk Theódórsdóttirskipulagsfræðingur og aðjunkt við HÍ
Næsti viðburður
- Rafíþróttir
-
Dagur
- 21 jan 2025
-
Tími
- 16:30