Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?

Þriðjudaginn 7. janúar 2025 kl. 16:30 kemur Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur til okkar og flytur erindi sem hann nefnir Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl? 

Bókin Vending – vínlaus lífsstíll eftir Gunnar Hersvein kom út í janúar 2024. Þetta er bók fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti, dempa ókosti og tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og ná árangri.

Gunnar hélt árið 2024 fjölsótt heimspekikaffi um vínlausan lífsstíl og býður nú upp á fyrirlestra og erindi um efnið. Það eru margir kostir sem fylgja vínlausum lífsstíl, t.d. bættur svefn, aukinn ferskleiki, bætt andlega og líkamleg heilsa, betri sambönd og meiri skýrleiki.

Gunnar Hersveinn er höfundur met­sölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu. Bókin Vending fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross. Hann hefur unnið með Embætti Landlæknis, Krabbameinsfélaginu á Höfuðborgarsvæðinu, FRÆ og IOGT að vitundarvakningu um skaðsemi áfengis og tekið þátt í forvarnarstarfinu.

Vending er skrifuð fyrir þau sem langar til að tileinka sér annan lífsstíl en vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veik­leika og efla styrkleika.

Höfundur skrifar efnið þannig að málið snýst ekki aðeins um hvernig tileinka megi sér vínlausan lífs­stíl og bæta heilsuna heldur einnig um að auka líkur á að lesanda takist að ná markmiðum sínum, vinna þau verk sem hann hefur metnað til að vinna.

Nefna má að í janúar er í gangi átakið Þurr janúar og í febrúar er átakið Edrúar. Þannig að það er kjörið að hlusta á erindi um vínlausan lífsstíl á nýju ári.

Gunnar Hersveinn er kunnur fyrir skrif sín um lífsgildi og samfélagsleg málefni. Hann er heimspekingur og hefur starfað við kennslu og blaðamennsku. Hann hefur stundað ritstörf í áratugi og skrifað töluvert um jafnrétti, umhverfisvernd og friðarmenningu. Hann hefur fengið viðurkenningar fyrir skrif sín eða að „hafa náð að setja umtalsvert mark á hérlenda þjóðfélagsumræðu.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

07.01.2025

Tími

16:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 66
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content