Vestmannaeyjaferð menningarhóps 24. maí – fellur niður
Vestmannaeyjaferð menningarhóps 24. maí fellur niður
Að þessu sinni verður farið í tvær vorferðir á vegum U3A Reykjavík. Sú fyrri er á vegum menningarhópsins og verður farin 24. maí og er dagsferð til Vestmannaeyja.
Lagt verður af stað með rútu frá Hæðargarði kl 8.15 miðvikudaginn 24.maí og áætluð heimkoma er kl. 22.00
Ekið verður að Landeyjarhöfn og þaðan siglt til Eyja. Þar höfum við stutta stund til að fá okkur snarl að eigin vali. Síðan tekur við skoðunarferð um Heimaey undir leiðsögn Kristínar Jóhannsdóttur og hún mun svo líka sýna okkur safnið Eldheima, en þar er hún forstöðumaður. Á safninu fáum við svo kvöldverð frá Einsa kalda og Magnús R. Einarsson mun skemmta okkur með Eyjatónlist.
Verð fyrir ferðina er kr.19.600 og allt er innifalið nema hádegissnarl.
Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá.
Vestmannaeyjar 24. maí 2023
Vinsamlegast greiðið um leið og þið skráið ykkur. Greiðsla gildir sem staðfesting á þátttöku.
U3A Reykjavík
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864
Með bestu kveðju frá stýrihópi.
Staðsetning
Dagur
- 24.05.2023
- Expired!
The event is finished.
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30