Varanlegur friður eða heimsstyrjöld

Þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 kemur Valur Gunnarsson, sagnfræðingur til okkar og sýnir myndir frá ferðum sínum um Donbass þar sem barist hefur verið í ellefu ár og ræðir stöðuna í heimsmálunum. Er von á nokkurs konar finnskum friði, þar sem Úkraína fær að vera sjálfstæð í skugga Rússlands, Kóreulausn þar sem vopnahlé helst í skugga vígvæðingar, eða jafnvel Münchenarsamningum sem á endanum leiddu til heimsstyrjaldar? Hvað getur sagan sagt okkur um það sem gerist næst?
Valur Gunnarsson er sagnfræðingur, blaðamaður og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í sögu og stjórnmálum Mið- og Austur-Evrópu. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur, þar á meðal:
- Bjarmalönd, sem fjallar um Rússland og nágrannaríki þess í fortíð og nútíð.
- Stríðsbjarma, sem fjallar um stríðið í Úkraínu.
- Berlínarbjarma, sem fjallar um sögu Þýskalands.
- Hvað ef? þar sem hann veltir fyrir sér hvernig sagan hefði getað þróast ef lykilatburðir hefðu farið öðruvísi.
Valur er einnig þekktur fyrir greinaskrif sín og pistla, en hann hefur meðal annars starfað fyrir Fréttablaðið, DV, Berliner Zeitung og Associated Press, auk þess sem hann var einn af stofnendum Reykjavík Grapevine og fyrsti ritstjóri blaðsins.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 07.10.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Valur Gunnarssonsagnfræðingur