Páskafrí og viðburðir á vegum U3A Reykjavík til vors

Páskafrí og viðburðir á vegum U3A Reykjavík til vors

Nú eru páskar á á næsta leiti og  við tökum páskafrí og sleppum þriðjudagsviðburði í dymbilvikunni 4. apríl og þriðjudag eftir páska 11. apríl.  Njótum vorsins og birtunnar hver í sínum ranni.

Næstu viðburðir verða því í Hæðargarði 31 þriðjudagana 18. og 25. apríl og áfram alla þriðjudaga í maí.

Þriðjudaginn 18. apríl kl. 16:30 verða flutt tvö erindi undir yfirskriftinni: Lífríki jarðar í hættu!  Hvað gerðist á COP-15 og hvað þýðir það fyrir Ísland? Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Féþúfan Ísland:  náttúrusala og neysluskipti. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og náttúruverndarsinni.

Þriðjudaginn 25. apríl fáum við Kristínu Loftsdóttur, mannfræðing og prófessor við HÍ til að ræða um rasisma og fordóma.

Þriðjudaginn 2. maí fáum við kynningu á verkefnum hjá nýjum Landspítala frá Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH.

Þriðjudaginn 9. maí kemur til okkar Páll Einarsson, prófessor emeritus og flytur erindi um eldvirkni á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku þar sem skiptinemar frá UPUA í Háskólanum í Alicante verða gestir  á fyrirlestrinum sem jafnframt er opinn öllum félögum í U3A Reykjavík.

Efni fyrirlestra eftir miðjan maí er enn óákveðið en verður auglýst fljótlega.

Miðvikudaginn 24. maí efnir menningarhópur til vorferðar til Vestmannaeyja. Skráning í ferðina hefst 14. apríl.

Miðvikudaginn 7. júní verður farin vorferð félagsins: Ullarævintýri á Suðurlandi. Skráning í ferðina hefst 14.apríl.

Kveðja

Birna Sigurjónsdóttir

í stjórn U3A Reykjavík

 

 

Dagur

11.04.2023
Expired!

Tími

08:00 - 18:00

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content