Nýtni er ekki níska

Þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:30 kemur Stefán Gíslason , líffræðingur til okkar í Hæðargarð 31 með erindið: Nýtni er ekki níska.

Erindið fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á lífsháttum á Íslandi (og annars staðar á Vesturlöndum) á undanförnum 100 árum eða svo, einkum með tilliti til nýtni og sóunar, hvað hafi breyst, hverju þurfi að breyta til að stuðla að áframhaldandi jákvæðri þróun, hver þurfi að leiða þessar breytingar og hverju eldri kynslóðir geti komið til skila til barnabarna sinna.

Stefán Gíslason er líffræðingur með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun umhverfismála. Hann hefur haft umhverfisráðgjöf að aðalstarfi í rúm 26 ár, þar af 25 síðustu árin undir merkjum fyrirtækisins Environice, sem hann stofnaði snemma árs 2000. Viðfangsefnin hafa verið margvísleg. Fyrstu árin var meginþunginn í ráðgjöf til sveitarfélaga um gerð sjálfbærniáætlana (Staðardagskrá 21), en síðustu árin hefur mestur tími farið í gerð úrgangsáætlana fyrir sveitarfélög og útreikning á kolefnisspori einstakra landshluta, einstakra búgreina o.fl. Stefán er búsettur á Hvanneyri og þar eru einnig höfuðstöðvar Environice. Stefán er kvæntur, á þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn – og notar flestar frístundir til að hlaupa úti í náttúrunni.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

29.04.2025

Tími

16:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 66
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

  • Stefán Gíslason
    Stefán Gíslason
    Umhverfisfræðingur

    Stefán hefur MSc-próf í umhverfisstjórnun frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, hann er stofnandi og eigandi UMÍS ehf. Environice.

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content