Menningarhópur heimsækir Seðlabankann

Miðvikudaginn 26.mars kl.14.00 heimsækjum við Seðlabanka Íslands.
Þar fáum við stutta kynningu á markmiðum og starfsemi Seðlabankans og fáum að skoða nokkuð af byggingunni. Stefán Jóhann Stefánsson tekur á móti okkur og einhver af helstu stjórnendum bankans mun ávarpa hópinn. Bankinn býður okkur upp á kaffi og með því.
Fyrir hönd stýrihóps,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Staðsetning
Næsti viðburður
- Skammhlaup í alþjóðakerfinu
-
Dagur
- 01 apr 2025
-
Tími
- 16:30