Menningarhópur heimsækir Eldfjalla- og jarðskjálftasýningu á Hvolsvelli

Frá Menningarhópi
Ágætu félagar!
Nú fer að hausta og U3A að fara af stað með vetrarstarfið. Menningarhópurinn ætlar að hefja starfið með ferð að Hvolsvelli þar sem við munum skoða Eldfjalla- og jarðskjálftasýningu eða Lava Centre.
Farið verður með rútu frá Hæðargarði föstudaginn 12. september kl.12.30.
Á leiðinni höfum við með okkur leiðsögumanninn og landfræðinginn Tryggva Jakobsson sem ætlar að fræða okkur um eitt og annað varðandi svæðið sem við keyrum um.
Þegar á Lava Centre er komið fáum við fyrst kynningu á safninu og því sem það á að upplýsa okkur um. Síðan skoðum við safnið, göngum á milli gagnvirkra stöðva og sjáum hvað gerist. Upplifum einnig hvernig er að lenda í jarðskjálfta.
Eftir það fáum við kaffi og kökusneið og ræðum nýjan fróðleik og hvað annað sem á hugann sækir.
Við höfum samið um hálft gjald fyrir safnið og afslátt fyrir kaffi og sömuleiðis gott verð fyrir rútuna.
Samtals er verð fyrir ferðina kr. 8.950 sem þið eruð vinsamlegast beðin að greiða um leið og bókað er.
Reikningur U3A: 0301-26-011864
Kt: 430412-0430
Með bestu kveðju frá stýrihópi,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Staðsetning
Dagur
- 12.09.2025
Tími
- 12:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Næsti viðburður
- Yngst en samt fornlegust: Um Trektarbók Snorra-Eddu
-
Dagur
- 16 sep 2025
-
Tími
- 16:30