Laxdæla – Vilborg Davíðsdóttir

Frá Menningarhópi

Fyrirhuguð er heimsókn í Landnámssetrið í Borgarnesi þar sem Vilborg Davíðsdóttir rekur söguna í Laxdælu sunnudaginn 6. apríl, sýningin hefst kl. 16:00.

Ástir og afbrýði, hetjur og harmar, blóðhefndir og vígaferli, álög og seiður. Allt þetta og meira til er að finna í Laxdælu sem hefur um aldir verið ein ástsælasta Íslendingasagan. Sterkar konur og skrautbúnir menn stíga þar fram í röðum en það er hin örlynda Guðrún Ósvífursdóttir sem bindur söguna saman, konan sem þótti bestur kvenkostur á öllu Íslandi um sína daga, vænst bæði að ásjónu og vitsmunum, allra kvenna kænst og best orði farin. ,,Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði hún undir lok sinnar harmrænu og átakamiklu ævi – en hvort átti hún við Kjartan eða Bolla?

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur rekur söguna af þessum fræga ástarþríhyrningi á sinn einstaka hátt en hún hefur áður endursagt eigin þríleik um Auði djúpúðgu á Söguloftinu við miklar vinsældir.

Farið verður með rútu frá Hæðargarði 31 kl. 14:30. Eftir sýninguna borðum við saman á veitingahúsi Landnámssetursins ofnbakaðan fisk dagsins. áætluð heimkoma um kl. 21:00.

Greiðsla fyrir sýninguna, mat og rútu er alls 11.900.-

Vinsamlegast skráið ykkur og greiðið sem fyrst.  Greiðsla gildir sem staðfesting á þátttöku.

Reikningur U3A: 0301-26-011864

Kt: 430412-0430

Með kveðju frá stýrihópi,

Birna Sigurjónsdóttir

Landnámssetrið Borgarnesi

Staðsetning

Landnámssetrið Borgarnesi
Brákarbraut 13 - 15, 310 Borgarnes

Dagur

06.04.2025

Tími

14:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA
Uppbókað!
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content