Kvíði á efri árum

Þriðjudaginn 9. september kl. 16:30 flytur Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur erindi sem hún nefnir: Kvíði á efri árum.
Margt getur valdið kvíða á efri árum og er kvíði á þessu æviskeiði vanmetinn. Í erindinu verður rætt um einkenni og tilgang kvíða, helstu kvíðaraskanir og þróun yfir æviskeiðið. Farið verður yfir öflugar aðferðir til þess að fást við kvíða, en sem betur fer má draga verulega úr honum þótt það sé hvorki æskilegt né raunhæft að verða með öllu kvíðalaus.
Sóley D Davíðsdóttir nam sálfræði við Háskóla Íslands og lauk því námi 2001. Árið 2008 stofnaði hún Kvíðameðferðarstöðina ásamt Sigurbjörgu J. Ludvigsdóttur sálfræðingi og gegna þær hlutverki yfirsálfræðinga við stöðina. Sóley hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún hefur sérhæft sig í meðhöndlun kvíðaraskana og sinnir meðferð, kennslu og rannsóknum á því sviði. Einnig hefur hún gefið út fimm sjálfshjálparbækur um kvíða, þunglyndi og ADHD. Bækurnar eru byggðar á hugrænni atferlismeðferð sem er ein öflugasta meðferð sem fyrirfinnst við kvíða og þunglyndi.
Um Kvíðameðferðarstöðina
Kvíðameðferðarstöðin er sérhæfð meðferðarstöð þar sem veitt er gagnreynd meðferð við kvíða og skyldum vandkvæðum fullorðna. Meðferðin er veitt í einstaklingsviðtölum eða hópmeðferð eftir því sem við á. Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar starfa saman í teymum og njóta handleiðslu á störf sín frá innlendum og erlendum sérfræðingum. Starfsmönnum Kvíðameðferðarstöðvarinnar hefur fjölgað jafnt frá stofnun stöðvarinnar, og starfa þar nú um tuttugu sálfræðingar. Nánari upplýsingar um Kvíðameðferðarstöðina má finna á www.kms.is.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 09.09.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Sóley Dröfn Davíðsdóttirsálfræðingur
Næsti viðburður
- Menningarhópur heimsækir Eldfjalla- og jarðskjálftasýningu á Hvolsvelli
-
Dagur
- 12 sep 2025
-
Tími
- 12:30