Hér var einu sinni mjólkurbúð. Námskeið um gerð gönguleiða í Wikiloc.
U3A Reykjavík mun nú í haust standa fyrir námskeiði um leiðarforritið Wikiloc og notkun þess við að skrá leiðir stafrænt úti í náttúrunni, í borginni eða þar sem fólk vill bera niður. Leiðirnar geta verið margvíslegar eins og leiðir að menningararfinum sem voru hannaðar í HeiM verkefninu, sem U3A er aðili að, bera vitni um. Leiðirnar lágu um Elliðaárdalinn, Laugarnes og Kirkjusand, kirkjugarðinn Hólavallagarð, milli stytta í miðborg Reykjavíkur og í Viðey þar sem sagt er frá sólstöðum sem er fagnað í Viðey á hverju ári í júní.
Heiti námskeiðsins er Hér var einu sinni mjólkurbúð og er það haldið í fjögur eða fimm skipti í Félagsmiðstöðinni í Hæðargarði 31 dagana 16., 23. og 30. september og svo 7. og hugsanlega 14. október kl. 16:00 til kl. 17:00. Gjald fyrir námskeiðið er kr. 6.000. Námskeiðið er því aðeins haldið að 12 þátttakendur skrái sig. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns. Nemendur verða að taka með sér snjallsíma á námskeiðið.
Kennari á námskeiðinu er Einar Skúlason, sem rekur gönguklúbbinn Vesen og vergang, en Einar er m.a. þekktur fyrir appið Wapp-Walking app sem er íslensk útgáfa af leiðsagnarforriti fyrir síma.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 16.09.2021
- Expired!
Tími
- 16:00
Verð
- ISK6
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Einar Skúlasonstjórnmálafræðingur og göngugarpur.
inar Skúlason er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg.
Hann hefur unnið við markaðsstörf á nokkrum stöðum, var framkvæmdastjóri Alþjóðahússins og kynningarstjóri Fréttablaðsins en hefur síðustu ár starfrækt gönguklúbbinn Vesen og vergang og gönguappið Wapp-Walking app. Í tengslum við gönguklúbbinn hefur Einar verið leiðsögumaður og fararstjóri í hundruðum ferða innanlands og erlendis.
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30