Heimsókn í Listasafn Einars Jónssonar
Fimmtudaginn 31. mars kl. 11:00 ætlar menningarhópur að heimsækja Listasafn Einars Jónssonar. Þar tekur á móti okkur AlmaDís Kristinsdóttir safnstjóri og leiðir okkur um safnið.
Nauðsynlegt er að skrá sig en heimsóknin er öllum að kostnaðarlausu.
Að þessu sinni eru áhugasamir beðnir að skrá sig með því að senda póst á u3areykjavik@gmail.com
Á eftir ætlum við að setjast saman á Kaffi Loka og ræða upplifun heimsóknarinnar og önnur mál eins og við höfum gert í menningarhópnum, þar borgar hver fyrir sig. Við tökum frá sæti og könnum þátttökuna með pósti til þeirra sem skrá sig.
Hlökkum til að sjá sem flest ykkar.
Með bestu kveðju frá menningarhópi.
Dagur
- 31.03.2022
- Expired!
Tími
- 11:00 - 12:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30