Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands
Frá Menningarhópi
Október viðburður menningarhópsins verður heimsókn á Kvikmyndasafn Íslands þann 16.október kl:14.00.
Þar tekur á móti okkur Þóra Sigríður Ingólfsdóttir forstöðumaður safnsins og segir okkur frá starfseminni. Safnið er starfrækt í fyrrum frystihúsi við Hvaleyrarbraut 13 í Hafnarfirði. Þar eru varðveittar þúsundir filma og kvikmynda á ýmsu formi. Jafnframt eru þar geymdar kvikmynda- og sýningavélar af ýmsu tagi.
Eftir kynningu Þóru Sigríðar tekur Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur varðveislu og rannsókna við og sýnir nokkur myndskeið í tengslum við rannsóknir safnsins á fyrstu kvikmyndagerðarmönnum landsins. Jafnframt býðst gestum að skoða húsakostinn og þá muni sem þar eru.
Frá Kvikmyndasafninu förum við og fáum okkur kaffi saman á Súfistanum við Strandgötu 9, Hafnarfirði. Þar fáum við tertusneið (val um þrjár tegundir) og kaffi/te fyrir kr: 2000. Heimsókn á safnið er endurgjaldslaus.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og greiðið svo hægt sé að láta þá sem taka á móti okkur vita um fjöldann.
Reikningur: 0301-26-011864
Kt: 430412-0430
Minni á að viðburðir Menningarhóps eru öllum félögum U3A opnir en fjöldinn ræðst alltaf af aðstöðu þeirra sem taka á móti okkur.
Með kveðju frá Menningarhópi,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
Staðsetning
Dagur
- 16.10.2024
- Expired!
Tími
- 14:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30